Sunday, December 09, 2007

Ég hef alltaf haft gaman af kengurum ...

Umhverfisvænn vindgangur Þegar kengúrur leysa vind losa þær ekki metangas út í andrúmsloftið líkt og jórturdýr gera. Nú vilja vísindamenn koma þarmaflóru kengúra fyrir í kúm og sauðfé. ...segir á mbl.is í dag. haha þær eru bara svo sætar, sérstaklega albínóakengúrur og svo geta þær sest hvar sem er og eru með innbyggðan stól aftan á líkama sínum í staðinn fyrir rass. ekki væri heldur verra að geta hoppað bara út um allt.
Ja ja annars var ég líkað lesa stjörnuspána mína og mér datt ekki annað í hug nema ég væri að lesa kannski mbl.fo (föreyjar) því hún hljómaði sem svo: Þú nærð hæfileika þínnum upp á æðra svið. Vinna og viðhorf koma þér yfir allar hindrandi sem þú kannt að mæta. Þú kemur öllu í verk þótt seint verðir.
Ha? er þetta ekki fullt af stafsetningavillum ...?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home