Tuesday, October 03, 2006

mbl i dag

kæru vinir sem komu í tvítugsammlið mitt og allir tjékk dis át:

Illugi Magnússon þeytir skífum á Iceland Airwaves

Illugi Magnússon plötusnúður og tónlistarmaður kemur frá Bandaríkjunum þann 4. október til Íslands til að spila á hér á landi. Hann mun einnig spila á Iceland Airwaves hátíðinni annað árið í röð. Í þetta sinn mun Illugi koma fram víða á höfuðborgarsvæðinu en síðan heldur hann til Danmerkur, Finnlands og Svíðjóðar.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Illugi er þrítugur Íslendingur sem býr í Kaliforníu og hefur búið þar í 23 ár. Illugi er með BA gráðu í Broadcasting and Electronic Communications frá San Francisco State University en hefur eytt öllum frítíma í að þeyta skífum og læra að blanda tónlist síðan hann var 15 ára gamall.

Í dag er tónlist hans aðalstarf. Illugi ferðast á milli stórborga innan Bandaríkjanna og spilar á ýmsum hátíðum.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Yeah, ég ætla ekki láta þetta fram hjá mér fara:o)

Ætli maður fái óskalag út á gömul kynni??? hehehe

6:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

...og auðvitað var þar líka addi frændi sem gerði veislu þessa einnig eftirminnilega með skemmtilegum skífuþeytingum

8:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Eitthvað hef ég nú heyrt minnst á þennan Illuga áður. Kom ég í tvítugsafmælið þitt ?

3:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

svei mer ta ef tu hefur ekki bara verid fjarri godu gamni ...tad hlytur ad hafa verid god astaeda ...kannski utlond

5:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Heyrðu, ég er frændinn víst, minnir mig á að ég þarf að gera eitt stykki mix.

6:50 AM  

Post a Comment

<< Home